Ferill 979. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.

Þingskjal 1442  —  979. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um útgreiddar barnabætur.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hversu margir foreldrar hafa verið einstæðir með börn yngri en 7 ára á undanförnum 5 árum, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hversu margir foreldrar hafa verið einstæðir með börn á aldrinum 7–15 ára á undanförnum 5 árum, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hversu margir foreldrar í sambúð eða hjónabandi voru með börn yngri en 7 ára á undanförnum 5 árum, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hversu margir foreldrar í sambúð eða hjónabandi voru með börn á aldrinum 7–15 ára á undanförnum 5 árum, sundurliðað eftir árum?
     5.      Hversu miklar barnabætur voru greiddar til hvers hóps fyrir sig sem talinn er upp í 1.–4. tölul., sundurliðað eftir árum?
     6.      Hvernig skiptust útgreiddar barnabætur skv. 5. tölul. eftir tekjutíundum í hverjum hópi fyrir sig, sundurliðað eftir árum?


Skriflegt svar óskast.